Auglýsing um aðalfund FSFH

Aðalfundur FSFH verðu haldinn þriðjudaginn 27. nóvember næstkomandi kl 18:00 að Háaleitisbraut 11 – 13.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Félagið hvetur félagsmenn – nýja og gamla til þess að mæta á fundinn og taka þátt í starfi félagsins.

 

Stjórnarfundur FSFH 30.10.2018

Stjórnarfundur 30.10. 2018 haldinn kl. 17:00 í Bragganum í Nauthólsvík
Mættir: Andrea, Selma, Hjörtur, Jón Gunnar, Margrét, Kristín.

1. Erindi frá Nedelínu (SHH)
Erindi barst frá Nedelínu í nafni SHH varðandi samstarf á sviði samskipta við börn með samþætta sjón
og heyrnarskerðingu. Stjórn SHH samþykkti að taka þátt í styrkumsókn til Velferðarráðuneytisins vegna
verkefnisins.
2. Ski-Hi
Ekkert hefur gerst í verkefninu frá síðasta fundi en HTÍ hefur ekki klárað sinn hluta og ekki er útlit fyrir að
það breytist á næstunni.
3. Táknmálstúlkun á leikriti
Borist hefur umsókn um styrk vegna táknmálstúlkun á Ronju ræningjadóttur. Kostnaðaráætlun hljóðar
upp á rúmar 1,5 milljónir og óskað er eftir að Foreldrafélagið styrki verkefnið um hálfa milljón.
Styrkumsóknin var samþykkt.
4. Erindi frá Kristínu Lenu (SHH)
Borist hefur erindi frá Kristínu Lenu á SHH varðandi samstarf á sviði táknmálskennslu fyrir fjölskyldur.
Fyrsta skrefið væri fundur með Foreldrafélaginu og SHH til að ræða afstöðu foreldra til samstarfsins.
Samþykkt var að taka jákvætt í erindið og senda fulltrúa á undirbúningsfund.
5. Reglur um styrki
Á heimasíðu Foreldrafélagsins kemur fram að reglur um styrki muni koma til endurskoðunar. Samþykkt
var að stjórn myndi vinna að endurskoðun með það að markmiði að leggja nýjar reglur fyrir aðalfund.
6. Aðalfundur 2018
Stjórn fór yfir dagskrá aðalfundar, en stefnt er að því að halda hann þriðjudaginn 27. nóvember að
Háaleitisbraut 11.

Fundi slitið kl. 18.

Holland til fyrirmyndar í upplýsingagjöf.

Doofgewoon.nl er hollenskt verkefni sem fræðir foreldra heyrnarlausra barna og heyrnarlaus börn um ýmislegt varðandi það að lifa með heyrnarskerðingu. Þau standa að baki frábærri heimasíðu þar sem hægt er að nálgast fræðandi efni um menningu heyrnarlausra, tvítyngi, táknmál og fjölskyldulíf. Myndböndin á síðunni eru hollensk og með enskum texta.

http://www.doofgewoon.nl

themes

28.03.2017 – Stjórnarfundur FSFH-27. mars 2017

Stjórnarfundur FSFH
27.mars ’17
Mættir voru; Björg, Kristján, Margrét, Andrea, Selma, Katrín og Jón Gunnar.
1.
Stjórn FSFH samþykkir að veita styrk að upphæð 220 þús á túlkun á leikritinu Vísindsýning Villa sem var sýnd í Borgarleikshúsinu þann 19.mars síðastliðinn. Jón Gunnar fer í málið.
2.
Stjórn FSFH samþykkir að veita tveimur ungmennum ásamt einum fylgarmanni ferðastyrk vegna keppnisferðar í sundi sem þau fóru í febrúar síðastliðinn til Malmö í Svíþjóð. Samtals 150 þús. Jón Gunnar fer í málið.
3.
Upp kom sú hugmynd að nýta afmælisgjöf frá ÖBÍ, gjafakort að upphæð 50 þús kr., sem gjöf til SHH ef haldin verður fjölskylduhelgi í maí næstkomandi. Þessar ferðir hafa verið undafarin ár og þangað hafa mætt fjölskyldur heyrnarskerta og heyrnalausra barna og átt góða helgi saman. Björg mun fylgjast með þessu og athuga hvort af þessari helgi og ef svo að þá mun hún koma þessari gjöf áleiðis til SHH.
4.
Komið er að því að sækja um styrki til ÖBÍ. Björg mun hafa samband við Hjört vegna þessa.
5.
Á afmæli félagsins barst gjöf frá FH sem mun nýtast við uppsetningu nýrrar heimasíðu. Ari  eiginmaður Margrétar í stjórn FSFH mun taka það að sér að kynna sér betur þessi mál og fara vinna í því að koma upp nýrri heimasíðu.
Fleira var ekki rætt
Fundi slitið
Fundarritari: Katrín Ruth Þorgeirsdóttir

13.03.2017 – Vísindasýning Villa-táknmálstúlkuð sýning

Sunnudaginn 19. mars kl. 13.00 fer fram táknmálstúlkuð sýning á Vísindasýninu Villa í Borgarleikhúsinu.  Foreldrafélagið vonast til að sjá sem flesta á þessari skemmtilegu sýningu en Villi hefur vakið athyglu fyrir skemmtilega framkomu.  Sýningin er frábær upplifun hvort sem notast er við táknmál eða ekki og vill foreldrafélagið þakka glæsilegt framtak hjá hópnum “Hraðar Hendur” sem sér um að skuggatúlka verkið.   Góða skemmtun.