Tenglar

Hér fyrir neðan eru gagnlegir tenglar fyrir aðstandendur heyrnarskertra

Heyrnar og talmeinastöð Íslands
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. HTÍ veitir þjónustu á landsvísu og á að þjóna þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein.
http://hti.is/index.php/is/

Bælingur frá Heyrnar- og talmeinstöð um heyrnaskert börn: http://hti.is/index.php/is/heyrn/heyrnarskert-born.html


Leikskólinn Sólborg
Sólborg er sérhæfður leikskóli með langa og góða sögu um þjónustu við heyrnarskert börn. Auk þess sinnir Sólbörg ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna og náms án aðgreiningar.

https://solborg.is/


Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Samskiptamiðstöðin er þekkingar- og þjónustumiðstöð fyrir íslenska táknmálssamfélagið. Starf stofnunarinnar skal sérstaklega nýtast þeim sem nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta við aðra. Sérstök áhersla skal lögð á þjónustu við börn á máltökualdri og nemendur á öllum skólastigum.

http://www.shh.is/


SignWiki Ísland
SignWiki Ísland er verkefni á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH). Þar er aðgangur að íslenskri táknmálsorðabók, kennsluefni, æfingum og fræðsluefni. Notendur geta einnig lagt til efni og tákn og breytt og bætt það sem aðrir hafa gert.

http://www.is.signwiki.org


Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum
FSFH er aðili að Umhyggju. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Félagsmenn Umhyggju hafa aðgang að tveimur glæsilegum orlofshúsum.

https://www.umhyggja.is


Öryrkjabandalag Íslands
FSFH er aðili að Öryrkjabandalagi Íslands og á fulltrúa í aðalstjórn þess.

https://www.obi.is

Advertisements