Um okkur

FSFH lætur sig varða flest sem snýr að heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum.
Yfirmarkmið verkefna Foreldra- og styrktrafélags heyrnardaufra eru í megin dráttum
að vinna að hagsmunamálum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna og ungmenna),
efla þátttöku þeirra í þjóðfélaginu (í lýðræðissamfélaginu, félags- og atvinnulífi) og
styðja við aðstandendur þeirra í öllu því sem getur orðið til hagsbóta. Í þessu
sambandi leggur félagið höfuðáherslu á allt það er snertir menntun og skólagöngu
áðurnefndra barna. Foreldrafélagið leggur í störfum sínum mikla áherslu á samstarf og aukin tengsl félaga sem snúa að heyrnarlausum og heyrnarskertum og lítur á sameiginleg verkefni þessara félaga sem mikilvægan vettvang í því sambandi.

FSFH vinnur að þessu markmiðum með því að:

  • halda uppi fræðslustarfsemi meðal foreldra heyrnardaufra barna, auka sem mest kynni þeirra á milli og samstarf í þágu heyrnardaufra.
  • láta sig varða starfsemi menntastofnana þeirra er heyrnardaufir stunda nám við, styðja þær og styrkja eftir föngum.
  • standa vörð um réttindi heyrnardaufra til náms, vals á námsbrautum og lífsstarfi.
  • stuðla að jafnrétti og betra aðgengi heyrnardaufra að upplýsingum og gera mögulega þátttöku þeirra í tómstunda- og menningarlífi.
  • greiða fyrir heyrnardaufu fólki á hvern þann hátt annan sem unnt er.
  • styrkja og greiða götu þeirra sem mennta sig í þágu heyrnardaufra.

fsfh.stjorn@gmail.com

Advertisements