Foreldra- og styktarfélag heyrnardaufra

FSFH lætur sig varða flest sem snýr að heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum. Yfirmarkmið verkefna Foreldra- og styrktrafélags heyrnardaufra eru í megin dráttum að vinna að hagsmunamálum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna og ungmenna, efla þátttöku þeirra í þjóðfélaginu og styðja við aðstandendur þeirra í öllu því sem getur orðið til hagsbóta. Í þessu sambandi leggur félagið höfuðáherslu á allt það er snertir menntun og skólagöngu áðurnefndra barna. Foreldrafélagið leggur í störfum sínum mikla áherslu á samstarf og aukin tengsl félaga sem snúa að heyrnarlausum og heyrnarskertum og lítur á sameiginleg verkefni þessara félaga sem mikilvægan vettvang í því sambandi.

Website Powered by WordPress.com.