Stjórnarfundur 30.10. 2018 haldinn kl. 17:00 í Bragganum í Nauthólsvík
Mættir: Andrea, Selma, Hjörtur, Jón Gunnar, Margrét, Kristín.
1. Erindi frá Nedelínu (SHH)
Erindi barst frá Nedelínu í nafni SHH varðandi samstarf á sviði samskipta við börn með samþætta sjón
og heyrnarskerðingu. Stjórn SHH samþykkti að taka þátt í styrkumsókn til Velferðarráðuneytisins vegna
verkefnisins.
2. Ski-Hi
Ekkert hefur gerst í verkefninu frá síðasta fundi en HTÍ hefur ekki klárað sinn hluta og ekki er útlit fyrir að
það breytist á næstunni.
3. Táknmálstúlkun á leikriti
Borist hefur umsókn um styrk vegna táknmálstúlkun á Ronju ræningjadóttur. Kostnaðaráætlun hljóðar
upp á rúmar 1,5 milljónir og óskað er eftir að Foreldrafélagið styrki verkefnið um hálfa milljón.
Styrkumsóknin var samþykkt.
4. Erindi frá Kristínu Lenu (SHH)
Borist hefur erindi frá Kristínu Lenu á SHH varðandi samstarf á sviði táknmálskennslu fyrir fjölskyldur.
Fyrsta skrefið væri fundur með Foreldrafélaginu og SHH til að ræða afstöðu foreldra til samstarfsins.
Samþykkt var að taka jákvætt í erindið og senda fulltrúa á undirbúningsfund.
5. Reglur um styrki
Á heimasíðu Foreldrafélagsins kemur fram að reglur um styrki muni koma til endurskoðunar. Samþykkt
var að stjórn myndi vinna að endurskoðun með það að markmiði að leggja nýjar reglur fyrir aðalfund.
6. Aðalfundur 2018
Stjórn fór yfir dagskrá aðalfundar, en stefnt er að því að halda hann þriðjudaginn 27. nóvember að
Háaleitisbraut 11.
Fundi slitið kl. 18.
Leave a Reply