Stjórnarfundur FSFH

Haldinn 21.2. 2022 kl. 17:30 í á Zoom
Mætt: Sigríður, Björg, Hjörtur, Jón Gunnar og Valgerður.

 1. Stjórn skipti með sér verkum.
  Björg verður varaformaður, Jón Gunnar gjaldkeri og Hjörtur ritari.
 2. Stjórnarmeðlimir kynntu sig.
 3. Stjórn ræddi um starfið á liðnu ári og verkefnin framundan. Rætt var um mikilvægi þess að efla félagsstarf heyrnarlausra og heyrnarskertra barna í kjölfar Covid. Sigríður nefndi möguleikann á að styðja við rannsóknir er varða stöður heyrnarlausra og
  heyrnarskertra barna.
 4. Formaður kynnti mánaðarlegt fréttabréf foreldrafélagsins, en fyrsta fréttabréfið kom út á netinu fyrir nokkru.
 5. Samskipti við félagsmenn voru rædd og mikilvægi þess að vinna að nýliðun. Farið verður yfir lista félagsmanna og reynt að afla netfanga eftir því sem kostur er. Jafnframt voru ræddir möguleikarnir á að efla starfið, m.a. með því að hefja rekstur skrifstofu.
 6. Formannafundur ÖBÍ var haldinn í febrúar en vegna óviðráðanlegra aðstæðna gat foreldrafélagið ekki sent fulltrúa á fundinn. Stjórnin ræddi mikilvægi þess að tryggja mætingu á formannafundi.
 7. Styrkumsókn til ÖBÍ var rædd og formaður og ritari tóku að sér að undirbúa hana.
 8. Foreldrafélaginu hefur borist tilkynning frá ÖBÍ um að félagið hljóti viðbótarstyrk að upphæð 500 þúsund vegna góðrar afkomu Íslenskrar getspár.
 9. Styrkbeiðni barst frá Samskiptamiðstöð vegna námsefnis fyrir fjölskyldur heyrnarlausra og
  heyrnarskertra barna. Stjórn samþykkti að þiggja boð Samskiptamiðstöðvar um að koma á fund með stjórn og varastjórn og kynna verkefnið.
 10. Björg benti á að samskiptastyrkur HTÍ hefur ekki hækkað í áratugi og er alltof lítill til að gagnast að marki. Stjórn samþykkti að fara fram á fund með HTÍ til að kynna nýja stjórn og ræða hagsmunamál félagsmanna, þ.m.t. samskiptastyrk HTÍ.
  Fundi slitið kl. 18:45
  Fundarritari: Hjörtur.

Website Powered by WordPress.com.