Fundur haldinn þann 6. júní kl. 17.00 í Hafnarfirði
Mættar er Selma, Björg, Valgerður og Emelía.
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt
- Sumarhátíð sem haldin var í samráði við Döff félag, Sólborg og SHH þann 1. júní tókst með eindæmum vel. 70 manns mættu í leiki, grill og gleði. Verður árlegur viðburður hér eftir.
- Félagið fékk úthlutaðan styrk frá ÖBÍ – svokallaðan verkefnastyrk.
- Félagið þarf að fá staðfesta dagsetningu varðandi túlkun á Frozen í Þjóðleikhúsinu.
- Félagaskráin telur um 200 manns. Þarf að útbúa umsóknareyðublað á heimasíðunni sem nýir félagsmenn geta fyllt út og óskað eftir aðild.
- 30 ára afmæli Sólborgar 13. júní 2024. Óskað eftir styrk til að gefa Sólborg stóran (65”) snertiskjá í samvinnu við Félag heyrnarlausra og fleiri. Samþykkt að veita styrk fyrir slíkri gjöf.
- Önnur Mál:
Döff móti sem vera átti í sumar hefur verið aflýst.
Fundi slitið kl. 18:10
Fundinn ritaði Björg Hafsteinsdóttir.