Stjórnarfundur 5. nóvember 2024

Mættar voru: Kristín, Emilía, Björg, Valgerður, Selma og Eydís

  1. Samþykkt að styrkja Félag Heyrnarlausra til þess að halda jólaviðburð fyrir börn félagsins með fjárframlagi. Hugmynd félagsins er að fara á skauta og veita jólaglaðning.
  2. Samþykkt að styrkja SHH með fjárframlagi til þess að halda viðburði fyrir börn fyrir og eftir jól. Fyrirhugað er að leigja fimleikasal í 90 mínútur ásamt því að halda viðburð í trampólíngarði. Á sama tíma er fyrirhugað að foreldrar barnanna fái upprifjun í íslensku táknmáli á sama stað.
  3. Samþykkt að styrkja HTÍ vegna foreldrafræðslu fyrir börn á landsbyggðinni.
  4. Samþykkt að veita heyrnarlausu ungmenni námsstyrk.
  5. Fjallað um starfshóp um stefnumótun í heyrnarþjónustu, félagið mun fylgjast með niðurstöðu skýrslunnar og bjóða fram krafta sína ef þarf.
  6. Farið yfir breytingar á lögum félagsins sem verða lagðar fram á aðalfundi félagsins 19. nóvember næstkomandi.