Fundur haldinn þann 25. janúar kl. 17.00 í Reykjavík
Mættar er Selma, Björg, Valgerður, Eydís og Kristín.
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt
- Stjórn skipti með sér verkum, Björg kemur inn sem varamaður til 2 ára og Selma er kosin sem formaður til 1 árs. Kristín, Valgerður, Eydís og Emilía sitja nú seinna árið af tveimur.
- Stjórn er spennt fyrir fyrir að skoða betur fyrirspurn sem kom um norrænt samstarf frá ÖBÍ.
- Formaður aflar ganga frá fráfarandi formanni fyrir næsta fund.
- Tillaga samþykkt að uppfæra vefsíðu félagins og fá tilboð í verkið.
- Tillaga samþykkt að skoða betrumbætur á samfélagsmiðlum félagsins.
- Samþykkt var að afla meiri upplýsinga um námskeið sem félagið gæti haldið til að styðja við ungt fólk með heyrnarskerðingu eða heyrnarleysi.
- Samþykkt að leita að sýningu sem mögulegt væri að fá táknmálstúlkaða.