Stjórnarfundur 1. apríl 2025

Mættar voru: Kristín, Friðrika, Valgerður, Selma, Gígja og Eydís

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
  2. Félagið sótti um verkefnastyrk og rekstrarstyrk til ÖBÍ fyrir árið 2025. Verkefnastyrkirnir voru tveir, annars vegar vegna endurútgáfu Gulu bókarinnar og hins vegar vegna hlaðvarps. Félagið ætlar að forgangsraða Gulu bókinni.
  3. Minnt á samþykki fyrir styrk til SHH vegna vordags. Félagið mun koma hugmyndum til SHH.
  4. Fjallað um hvort eigi að táknmálstúlka leiksýningu í haust. Tillaga að því að vera í sambandi við Félag heyrnarlausra vegna þessa máls.
  5. Ræddum tillögu að gjöf sem hægt væri að færa nýjum foreldrum við greiningu heyrnarskerðingar.
  6. Rætt um tillögu að breytingu á nafni félagsins. Engri niðurstöðu náð.
  7. Rætt um að styrkja foreldrafélag Sólborgar til þess að vera með táknmálsnámskeið fyrir alla foreldra leikskólans. Foreldrafélagið beðið um formlega umsókn þar sem frekar er útlistað hverju námskeiðið á að ná fram ásamt kostnaðaráætlun.
  8. Rætt um hlaðvarps hugmynd, útfærslur, umfang o.fl. Verður rætt á næsta fundi.
  9. Rætt um heimsóknir í stofnanir og félög sem tengjast félaginu.
  10. Fundi slitið