Fundargerð FSFH 25. september 2024

Fundur haldinn þann 25. september kl. 16.00 í Reykjavik

Mættar er Selma, Björg, Valgerður, Eydís, Emelía.

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
  2. Stjórn er að undirbúa sig fyrir ÖBÍ fund, finnum til skýrslu formanns g árskýrslu. Fundur ÖBÍ verður haldinn 4.-5. október og sendir félagið 2 fulltrúa.
  3. Samþykkt að greiða hærri kostnað vegna leikritsins Frosin.
  4. Samþykkt að lagfæra heimasíðu með tilliti til nýrrar stjórnar og að uppfæra fundargerðir.
  5. Fundarmenn ræddu um bækling og QR kóða sem kallað er eftir frá samstarfsaðilum félagins.
  6. Stjórn hafnaði styrkbeiðni frá HTÍ
  7. Stjórn samþykkti að fá námskeið um fjármálalæsi fyrir félagsmenn. Björg sér um að bóka námskeiðið og fá túlk.
  8. Fundi slitið.