Aðalfundur FSFH 19. nóvember 2024

Aðalfundur Foreldrafélags Heyrnarlausra og heyrnardaufra

19. nóvember 2024

Kl. 18:00

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn
  2. Kosning fundarstjóra
  3. Kosning ritara
  4. Skýrsla formanns
  5. Reikningar félagsins
  6. Kosning formanns
  7. Kosning skoðunarmanna reikninga
  8. Lagabreytingar
  9. Önnur mál

Fundargerð:

  1. Formaður setti fundinn
  2. Valgerður var kosinn fundarstjóri
  3. Eydís var kosinn ritari fundarins
  4. Formaður, fór yfir skýrslu stjórnar og taldi þar upp störf félagsins árið 2024, bæði stjórnarfundi og viðburði. Fimm stjórnarfundir voru haldnir ásamt því að stjórnarmenn voru í samskiptum á messenger og á tölvupósti. Foreldrafélagið styrkti Félag Heyrnarlausra vegna páskahátíðar og Döffmóts. Foreldrafélagið bauð upp á nokkra viðburði á árinu, bíósýning í Bíó Paradís, tvær stórar leiksýningar: Fía Sól í samstarfi við Samskiptamiðstöð og seinni sýningin Frosin túlkuð af Hröðum Höndum, félagið færði Leikskólanum Sólborg ásamt foreldrafélagi skólans veglega afmælisgjöf vegna stórafmælis leikskólans. Félagið greiddi einn ferðastyrk á árinu og styrk til HTÍ vegna fræðsluheimsókna út á land.
  5. Gjaldkeri fór yfir ársreikning fyrir tímabilið 1.jan til 31. ágúst 2024, vegna tillögu um lagabreytingu verður seinni hluti ársins gerður upp á aðalfundi í janúar. Reikningar samþykktir samhljóma.
  6. Selma var endurkjörinn formaður félagsins með öllum greiddum atkvæðum.
    • Formaður: Selma til 1 árs
    • Varaformaður: Björg til 1 árs
    • Meðstjórnendur eru:
      • Eydís (kosin 2023)
      • Kristín (kosin 2023)
      • Valgerður (kosin 2023)
    • Varamenn eru:
      • Gígja (kosin 2024)
      • Emilía (kosin 2023)
  7. Skoðunarmenn reikninga kjörnir til tveggja ára, Hjörtur H. Jónsson og Jón Gunnar Jónsson
  8. Breytingar á lögum félagsins
    1. Tillaga samþykkt samhljóma að reikningsár félagsins skyldi vera frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
    1. Tillaga samþykkt samhljóma að aðalfundur félagsins skuli haldinn í janúar eða eigi síðar en í lok maímánuði ár hvert.
  9. Undir liðnum önnur mál var ákveðið að halda félagsgjaldi áfram 1.500 kr á ári.
  10. Fundi slitið.