Aðalfundur Foreldrafélags Heyrnarlausra og heyrnardaufra
19. nóvember 2024
Kl. 18:00
Dagskrá aðalfundar:
- Formaður setur fundinn
- Kosning fundarstjóra
- Kosning ritara
- Skýrsla formanns
- Reikningar félagsins
- Kosning formanns
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Lagabreytingar
- Önnur mál
Fundargerð:
- Formaður setti fundinn
- Valgerður var kosinn fundarstjóri
- Eydís var kosinn ritari fundarins
- Formaður, fór yfir skýrslu stjórnar og taldi þar upp störf félagsins árið 2024, bæði stjórnarfundi og viðburði. Fimm stjórnarfundir voru haldnir ásamt því að stjórnarmenn voru í samskiptum á messenger og á tölvupósti. Foreldrafélagið styrkti Félag Heyrnarlausra vegna páskahátíðar og Döffmóts. Foreldrafélagið bauð upp á nokkra viðburði á árinu, bíósýning í Bíó Paradís, tvær stórar leiksýningar: Fía Sól í samstarfi við Samskiptamiðstöð og seinni sýningin Frosin túlkuð af Hröðum Höndum, félagið færði Leikskólanum Sólborg ásamt foreldrafélagi skólans veglega afmælisgjöf vegna stórafmælis leikskólans. Félagið greiddi einn ferðastyrk á árinu og styrk til HTÍ vegna fræðsluheimsókna út á land.
- Gjaldkeri fór yfir ársreikning fyrir tímabilið 1.jan til 31. ágúst 2024, vegna tillögu um lagabreytingu verður seinni hluti ársins gerður upp á aðalfundi í janúar. Reikningar samþykktir samhljóma.
- Selma var endurkjörinn formaður félagsins með öllum greiddum atkvæðum.
- Formaður: Selma til 1 árs
- Varaformaður: Björg til 1 árs
- Meðstjórnendur eru:
- Eydís (kosin 2023)
- Kristín (kosin 2023)
- Valgerður (kosin 2023)
- Varamenn eru:
- Gígja (kosin 2024)
- Emilía (kosin 2023)
- Skoðunarmenn reikninga kjörnir til tveggja ára, Hjörtur H. Jónsson og Jón Gunnar Jónsson
- Breytingar á lögum félagsins
- Tillaga samþykkt samhljóma að reikningsár félagsins skyldi vera frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
- Tillaga samþykkt samhljóma að aðalfundur félagsins skuli haldinn í janúar eða eigi síðar en í lok maímánuði ár hvert.
- Undir liðnum önnur mál var ákveðið að halda félagsgjaldi áfram 1.500 kr á ári.
- Fundi slitið.