Aðalfundur 9. janúar 2024

Aðalfundur Foreldrafélags Heyrnarlausra og heyrnardaufra

9. Janúar 2024

Kl. 18:00

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn
  2. Kosning fundarstjóra
  3. Kosning ritara
  4. Skýrsla formanns
  5. Reikningar félagsins
  6. Kosning formanns
  7. Önnur mál

Fundargerð:

  1. Formaður setti fundinn
  2. Kristín var kosin sem fundarstjóri
  3. Eydís var kosin sem ritari fundarins
  4. Formaður, fór yfir skýrslu stjórnar og taldi þar upp störf félagsins árið 2023, bæði stjórnarfundi og viðburði. Þrír stjórnarfundir voru haldnir ásamt því að stjórnarmenn voru í samskiptum á messenger og á tölvupósti. Stjórnarmaður átti fund með Bettý í Hlíðarskóla, stjórnarmaður sat fundi ÖBÍ. Foreldrafélagið bauð upp á nokkra viðburði á árinu, foreldrakvöld, kertavinnustofu, bíó í Bíó Paradís, o.fl. Félagið greiddi tvo ferðastyrki á árinu.
  5. Gjaldkeri fór yfir ársreikninga, einn fyrir 10. nóv-31. des 2022 og annan fyrir allt árið 2023.
  6. Kosning formanns fór fram og Selma bauð sig fram. Sigga Vala steig til hliðar á meðan hún býr erlendis en vill áfram taka þátt í starfi félagsins. Selma var kosinn formaður með öllum greiddum atkvæðum. Sigga Vala var kosin í varastjórn félagsins. Björg var kosin í stjórn félagsins. Stjórn félagsins þakkar Siggu Völu fyrir hennar störf síðastliðin ár og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
  • Formaður: Selma til 1 árs
  • Varaformaður: Björg til 1 árs
  • Meðstjórnendur:
    • Eydís (kosin 2023)
    • Kristín (kosin 2023)
    • Valgerður (kosin 2023)

7. Undir liðnum önnur mál var rætt um hvernig félagið getur stutt við úkraínska foreldra og auglýst betur ferðastyrki félagsins.