Aðalfundur FSFH
Fjarfundur
22. nóvember 2021
1 Margrét formaður setti fund
2 Kosning fundarstjóra og fundarritara
Stungið var upp á Selmu sem fundarstjóra og Hirti sem fundarritara, sem var samþykkt einróma.
3 Skýrsla stjórnar
Formaður flutti skýrslu sína, en að því loknu var opnað fyrir umræðu.
4 Reikningar félagsins
Jón Gunnar, gjaldkeri félagsins, kynnti ársreikning félagsins, sem var deilt á fundinum og að því loknu var opnað fyrir spurningar. Fjárhagsár félagsins er frá október til október. Engar sérstakar athugasemdir komu fram og voru reikningarnir samþykktir einróma.
5 Kosning formanns
Margrét Stefánsdóttir tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Sigríður Vala gaf kost á sér og að aflokinni kynningu var hún kjörin einróma.
6 Kosning stjórnar og varastjórnar
Hjörtur og Jón Gunnar voru kjörnir í fyrra til tveggja ára og sitja áfram.
Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára:
Í framboði voru Valgerður Steingrímsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir og hlutu þeir einróma kosningu.
Kosning þriggja í varastjórn:
Í framboði voru Kristín Guðný Sigurðardóttir, Guðrún Ansnes og Selma Víglundsdóttir og voru þau kjörin einróma.
7 Kosning skoðunarmanna reikninga
Tillaga gerð um Ægi Hallbjörnsson og Guðmund Maríusson, sem var samþykkt einróma.
8 Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 18:15.
Fundarritari:
Hjörtur H. Jónsson
Skýrsla formanns FSFH árið 2021:
Tveir stjórnarfundir voru haldnir árið 2021, auk aðalfundar, eitt foreldrakvöld, auk þess sem stjórnarmeðlimir voru í reglulegu sambandi gegnum tölvupóst.
Að auki hafa fulltrúar stjórnar sótt fundi ÖBÍ, átt fundi með Umhyggju, og verið í sambandi við fjölda aðila sem koma að starfi fyrir heyrnarskert börn á Íslandi t.d. Hjá Samskiptamiðstöð, Hlíðaskóla, félagi Heyrnarlausra, fulltrúa frá ERASMUS áætluninni og fleiri. Nýr framkvæmdastjóri tók til starfa hjá Umhyggju á árinu og lýsti Umhyggja yfir áhuga og vilja til að auka samstarf við FSHF og sýnileika félagsins innan Umhyggju.
Stjórnin kom saman á fundi í febrúar og ræddi þar að auka sýnileika félagsins, auglýsa það í fjölmiðlum og kynna betur. Stjórnin batt vonir við að starfsemi félagsins yrði komin í eðlilegt horf um mitt ár, það fór ekki svo heldur litaði heimsfaraldurinn starf félagsins annað árið í röð. Engir ferðastyrkir voru sóttir til félagsins og engin leiksýning táknmálstúlkuð svo dæmi sé nefnt.
Félagið styrkti fjölskyldunámskeið SHH fyrir fjölskyldur Döff barna með því að greiða fyrir spilanámskeið og aðstöðu hjá Spilavinum í tvö skipti.
Félagið hélt foreldrakvöldið fór fram 2. nóv sl. Í Bragganum. Var kvöldið vettvangur fyrir foreldra að hittast, kynnast og kynnast félaginu. Þangað mættu nokkrir nýir foreldrar og eldri skjólstæðingar félagsins ásamt fjórum starfsmönnum HTÍ sem héldu kynningu á starfsemi HTÍ og þjónustu við heyrnarskert börn. Í lokin átti hópurinn gott spjall. Vonandi fyrsta kvöld af mörgum slíkum fræðslu kvöldum fyrir foreldra og aðstandendur.
Félagið greiddi fyrir veitingar sem boðnar voru á hinu árlega Döff móti.
En starfsárið var fjölbreytt og skemmtilegt. Ljóst er að verkefnin eru alltaf ærin og mikilvægt að félagið haldi áfram að beita sér í málefnum heyrnardaufra barna og fjölskyldna þeirra og auki sýnileika sinn í samfélaginu. Fráfarandi formaður þakkar gott samstarf í gegnum árin.