9. júní 2020
Stjórnarfundur FSFH
haldinn kl. 17:30 í Bragganum
Mætt: Andrea, Björg, Hjörtur, Jón Gunnar, Margrét og Selma.
1. Döff mótið 2020
Döff mótið verður að Kleppjárnsreykjum 3-5. júlí. Stjórn foreldrafélagsins samþykkti
að styrkja veitingar á mótinu.
2. Styrkur frá ÖBÍ
Félagið fékk 1,6 milljónir í viðbótar verkefnastyrk frá ÖBÍ vegna góðrar afkomu af
Lottói.
3. Umsókn um styrk frá Óla Þór Sigurjónssyni
Sótt var um styrk vegna ferðlags til og frá Lýðháskóla í Danmörku, þar sem Óli hefur
stundað nám í vetur. Stjórnin samþykkti að veita hefðbundinn ferðastyrk.
4. Önnur mál
a) Stjórnin ræddi stöðu táknmálstúlkunar á sjónvarpsefni, en táknmálstúlkun sem var
viðhöfð vegna frétta af Covid19 hefur nú verið hætt. Stjórnin var sammála um að lítið
aðgengi heyrnarlausra að fréttaefni á táknmáli væri ólíðandi. Reynslan sýnir að
táknmálsfréttir sjónvarps höfða ekki til barna og unglinga og mikilvægt er að þessi
hópur hafi möguleika á túlkun venjulegrar sjónvarpsdagskrár.
b) Anna Ósk, talmeinafræðíngur á HTÍ hefur verið að vinna með heyrnarskertum
börnum á grunnskólaaldri og stjórn foreldrafélagsins ræddi möguleikana á að styðja
við og efla þetta starf og samþykkti að kanna málið frekar.
Fundi slitið kl. 19.
Fundarritari: Hjörtur.