08.02.2021

8.2. 2021

Stjórnarfundur FSFH
haldinn kl. 18:00 að Nauthóli

Mætt: Andrea, Björg, Hjörtur, Margrét, Kristín og Selma.

  1. Starfið framundan.
    Starfið á síðasta ári hefur raskast mjög af Covid faraldrinum. Stjórnin ræddi útlitið fyrir komandi ár og samþykkti að miða við að starfið verði komið í hefðbundnar skorður upp úr miðju ári.
  2. Nýr framkvæmdastjóri Umhyggju.
    Nýr framkvæmdastjóri er tekinn við hjá Umhyggju hefur þegar fundað með formanni Foreldrafélagsins. Umhyggja hefur mikinn hug á að efla samstarfið með aðildarfélögunum og voru ýmsar hugmyndir ræddar.
  3. Markaðsmál.
    Stjórnin ræddi möguleikann á að auka sýnileika félagsins með auglýsingum í fjölmiðlum. Stjórn var sammála um að auglýsingar þyrfti að vinna með fagaðilum og að markmiðið væri að fjölga virkum félagsmönnum. Stjórn skoðar málið áfram.
  4. Engin önnur mál

.

Fundi slitið kl. 20.

Fundarritari: Hjörtur.

Fundargerð 21. september 2021

Fundur haldinn á Finnson Bistro og hófst klukkan 19.
Mætt: Andrea, Björg, Hjörtur, Jón Gunnar og Margrét.

Dagskrá:
1 Umsókn um styrk frá SHH til þess að halda spilanámskeið:


Frá Samskiptamiðstöð:
Við á Shh erum að byrja með nýtt námskeið fyrir foreldra döff barna og verður það
kennt hér á Shh alla miðvikudaga frá kl. 16 – 18. Við höfum hingað til verið með þessi
foreldranámskeið á laugardögum en erum að breyta til þar sem við erum komin með
nýtt námsefni sem við bindum miklar vonir við. Þetta er hollenskt námsefni sem við
höfum verið að aðlaga síðasta árið.
En, ástæðan fyrir því að ég hef samband núna er sú að við ætlum að bjóða fjölskyldum
döff barna til okkar tvo laugardaga á þessu misseri. Okkur langar til að bjóða
fjölskyldunum að eiga gæðastund saman með kennurunum okkar hjá Spilavinum. Júlía
ætlar t.d. að segja börnunum sögu á ÍTM. Einnig verða þar tveir kennarar frá Spilavinum
sem munu kenna á spil. Hvort skiptið kostar 27.000 kr. eða samtals 54.000 kr. Mig
langar að athuga hvort foreldrarfélagið geti styrkt okkur um þessa upphæð?
Umsóknin var samþykkt einróma.


2 Erindi frá einstakling til FSFH og Hlíðaskóla
Rætt um þá hugmynd að koma á frístundastarfsemi fyrir börn með heyrnarskerðingu. Við höfðum fund með formanni Félags heyrnarlsusra og formanni Heyrnarhjálpar til að koma á
samstarfi og viðra hugmyndir sem myndu gagnast okkur við stofnun frístundaklúbbs.
Við viljum gjarnan hafa FSFH með okkur á næsta fundi um málefnið.

Stjórnin fjallaði um málið og samþykkti að senda fulltrúa á næsta fund.


3 Fundur um styrkjaáætlun ESB .
Evrópusambandið styrkir verkefni á sviði inngildingar (inclusion) í gegnum ERASMUS
áætlunina og Margrét sótti fundi með FH, fulltrúum ERASMUS og Evrópuskrifstofu til að
fara yfir möguleikana á þessu sviði. Um er að ræða langtímaverkefni sniðin að
aldursbilinu 18-30 ára þar sem talsvert fjármagn er í boði.

4 Formannafundur ÖBÍ og aðalfundur ÖBÍ.
Margrét sótti formannafund ÖBÍ í dag þar sem m.a. var kynntur nýr innri vefur ÖBÍ og
farið yfir niðurstöður stefnuþings ÖBÍ: Fræðslufulltrúi ÖBÍ var einnig með kynningu á
sínum störfum.


5 Félagalisti FSFH
Stjórnin ræddi um mikilvægi þess að uppfæra félagaskrá félagsins með netföngum
félagsmanna. Sem upphaf að slíku átaki kom fram sú hugmynd að halda foreldrakvöld
með áhugaverðri dagskrá með bæði fræðslu og skemmtun. Til dæmis fá kynningu á
nýjungum á sviði hjálpartækja annarra en heyrnartækja. Stjórnin samþykkti að vinna að
þessu og miða við að foreldrakvöld verði fimmtudaginnh 28., október næstkomandi


6 Aðalfundur FSFH
Stjórnin samþykkti að stefna að aðalfundi þriðjudaginn 16. nóvember næstkomandi
klukkan 18.


7 Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundi slitið klukkan 20:30
Fundarritari Hjörtur.

Website Powered by WordPress.com.