01.07.2012 - Dýrin í Hálsaskógi

Þann 29. september 2012 mun fara fram túlkuð sýning á "Dýrunum í Hálsaskógi" í Þjóðleikhúsinu.  Æfingar eru þegar hafnar á túlkun verksins og er það mikið fagnaðarefni að fá slíka sýningu.  FSFH hvetur barnafólk til að taka daginn frá því það verður einungis þessi eina sýning. Nánari upplýsingar síðar.

Ef vel tekst til eru uppi hugmyndir um að túlka eina sýningu af "Karíus og Baktus" en leikritið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á vormánuðum 2013.  

Stjórnin

Til baka