30.05.2011 - Sumarnßmskei­ fyrir b÷rn!

Sumarnámskeið fyrir börn: döff, heyrnarskert, með kuðungsígræðslu eða CODA.

    Námskeið kennt á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (Shh), Suðurlandsbraut 12

    Námskeiðið er ein vika, 27. júní – 1. júlí frá 9-15.

    Námskeiðið er ætlað börnum á grunnskólaaldri, frá 6 til 14 ára.

 

Dagskráin verður eftirfarandi:

Fyrir hádegið alla daga verður unnið inni á Shh, farið í leiki og táknmál kennt.  Farið verður út daglega, yfir á lóðina fyrir ofan Laugardalshöllina. 

Eftirfarandi staðir verða heimsóttir seinni part dags, ein ferð á dag – veður ræður í hvaða röð þetta verður gert:

    Farið á Borgarbókasafnið

    Farið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

    Farið niður að tjörn og keyptur ís

    Búnar til pizzur hjá Dominos

    Farið í Árbæjarsafn

Þá daga sem farið verður í Árbæjarsafn og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn verður farið frá Shh fyrir hádegið.

 

Markmið námskeiðs:

Safna saman táknmálstalandi krökkum á grunnskólaaldri svo þau hafi tækifæri á því að hittast og tala saman, kenna þeim táknmál og leika saman á táknmáli.  Þau fá að sjá upptökur af táknmálstalandi fyrirmyndum við vinnu sína og vera í táknmálsumhverfi.

Námskeiðið kostar kr. 6000,- á þátttakanda og börnin þurfa að taka með sér nesti fyrir morgunsnarl, hádegismat og síðdegishressingu.

Allar nánari upplýsingar á Samskiptamiðstöð s. 562-7702 eða sendið fyrirspurnir á nedeline@shh.is

Til baka