27.05.2011 - TIL HAMINGJU

Í dag samþykkti Alþingi Íslendinga frumvarp Menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslenska táknmálsins. Þetta hefur verið baráttumál heyrnarlausra og heyrnarskertra í um 30 ár. Fjöldi fólks fylgdist með á þingpöllum og var það tilfinningaþrungin stund þegar atkvæðagreiðslu var lokið og niðurstaðan lá fyrir. Innilegar hamingjuóskir til okkar allra - þetta er frábær sigur.

Til baka