24.11.2009 - Tinna táknmálsálfur

                       

Jólaboð á Tinnu Táknmálsálf! 

Sunnudaginn 6. Desember langar Tinnu Táknmálsálf að bjóða þér og börnunum þínum til sín í jólaboð, jólaboðið verður haldið í Félagi Heyrnarlausra stundvíslega kl 16:00. Hún biður mjög spennt eftir að sjá þig svo ekki láta þig vanta!  

Þetta er frumsýning á  „Jólaboð Tinnu Táknmálsálfs“ og ókeypis er inn fyrir alla. Þetta leikrit mun svo fara í heimsóknir á leikskóla í borginni í framhaldi og verður ekki sýnt í leikhúsi né opin almenningi,  svo ekki missa af þessu gullna tækifæri til að sjá hana Tinnu táknmálsálf lenda í vandræðum með að undirbúa jólin! 

Verkið er bæði á táknmáli og talmáli en allt táknmál verður raddað fyrir þá sem skilja ekki táknmálið.

Sýningin er ÓKEYPIS! Verið velkomin og takið með ykkur börn

Til baka