30.11.1999 - Stjˇrnafundur FSFH

Stjórnarfundur 6.maí 2015, haldinn í Perlunni kl. 17.30

Mættir; Kristján, Jón Gunnar, Selma, Ásta, Björg, Katrín

 1. Páskaeggjaleit hjá börnum. FSFH styrkti þennan viðburð um 50 þús kr. Tókst mjög vel og allir mjög ánægðir.
 2. Vegna túlkunar á leikritinu Línu Langsokk. Sett var upp ein sýning sem var túlkuð og leitast er eftir því að FSFH borgi þessa túlkun. Heildarkostnaður var kr. 222.000.-  FSFH samþykkir að greiða kr. 70.000.- af kostnaði.
 3. Erindi frá Sólborg. Námsferð starfsfólks til Toronto í Kanada. Heimsóttir verða leikskólar og stofnanir sem veita ráðgjafarþjónustu til almennra leikskóla. Einnig er fyrirhuguð heimsókn í skóla fyrir heyrnarskert og heyrnarlaus börn og börn með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Óskað er eftir því að FSFH veiti starfsfólki styrk vegna þessara ferðar. Samþykkt að styrkja þetta verkefni um 100.000 kr.
 4. Samþykktir hafa verið tveir ferðastyrkir til ungmenna. Önnur ferðin var keppnisferð til Svíþjóðar og hin ferðin var til Ítalíu.
 5. Vegna máls gegn ríkinu um aðgengi að námsefni á táknmáli er allt í fullum gangi og dómur verður kveðinn upp í júní.
 6. FSFH hefur fengið sumarbústaði að láni í maí undanfarin ár fyrir heyrnaskert og heyrnalaus börn og aðstandendur þeirra til að hittast og eiga góða stund saman. Verið er að athuga þessi mál en spurning að kanna hvort hægt sé að fá þessa bústaði að láni í september því illa gengur að fá bústaði í maí.  Jón Gunnar ætlar að kanna þessi mál og vera í sambandi við stjórn.
 7. Hanna Lára sendi fyrirspurn til FSFH um hvort félagið vill styrkja sýningu á ákveðnu leikriti sem er að koma til landsins. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn er og því ekki hægt að taka þetta mál fyrir.
 8. Önnur mál
  1. Björg óskar eftir því að hætta sem formaður og biður stjórnarmeðlimi að hugsa málið hvort þeir vilji taka formannssætið næsta aðalfund. Hún hefur samt áhuga að vera áfram í stjórn.
  2. Blómlegt starf hefur verið hjá DÖFF-félaginu. FSFH fagnar því.
  3. Norrænt barna- og unglingamót verður haldið 6.-10.júlí á Úlfljótsvatni. Um 25 börn eru skráð á þetta mót. Félag heyrnarlausra heldur þetta mót.
  4. Döffmót verður haldið 10.-12.júlí á Kleppjárnsreykjum, í Borgarfirði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.23

 

Fundarritari; Katrín Ruth Þorgeirsdóttir

Til baka