25.05.2014 - Sumarfer­

Helgina 9. - 11. maí fór Foreldrafélagið ásamt Puttalingum í sumarferð í Munaðarnes.  Boðið var uppá pulsur og tilheyrandi á föstudagskvöldi.  Á laugardag var blíðskaparveður þar sem haldið var snemma af stað í sund í Borgarnesi. Eftir hádegi var Bingó í Þjónustumiðstöðinni og síðan var haldið uppá 12 ára afmæli Puttalinga.  Þeir buðu uppá afmælisköku og kaffi þar sem allir borðuðu úti í góða veðrinu.  Grillað að kvöldi og Eurovision-stemning í algleymingi. Frábær helgi þar sem um 30 mann mættu, börn og fullorðnir og er stefnan sett á að endurtaka þetta að ári.  Takk fyrir samveruna Puttalingar.

Til baka