25.02.2014 - Fyrirlestur

Þann 11. febrúar sl. hélt Janne Boye Niemelä fyrirlestur um lestur og stöfun döff barna.  Hún fjallaði um reynslu sína sem foreldri döff barna og hvað foreldrar og  kennarar þurfi að vera vakandi gagnvart málþroska þeirra.    Janne fjallaði um fingrastöfun, orðaleiki og lestur fyrir börn og kom fram með ýmsar hugmyndir og leiki til að örva og æfa táknmálið til að ná betra valdi á því.  Um 50 manns sóttu fyrirlesturinn sem var hinn skemmtilegasti og vill Foreldra- og styrktarfélagið þakka henni sérstaklega fyrir komuna til landsins og sitt framlag á degi íslenska táknmálsins.

Til baka