09.09.2013 - Auglřsing

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Landssamband eldri borgara (LEB) boða til hvatningafundar á Austurvelli þriðjudaginn 10. september kl. 15:00 . 

Hvetja á stjórnvöld til að halda áfram að efna loforð sem gefin voru fyrir síðustu kosningar um að afnema kjara- og réttindaskerðingarnar sem gerðar voru á greiðslum öryrkja og eldri borgara árið 2009. Væntum við þess að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram 1. október næst komandi megi sjá efndir þeirra orða. 

ÖBÍ og LEB hvetja félagsmenn sína og allan almenning til að mæta á fundinn á Austurvelli og taka þátt í að hvetja þingheim til góðra verka. 

Boðið verður upp á rúturferð (aðgengileg hjólastólum) frá Sléttuvegi 7 kl. 14:00 og frá Hátúni 12 (plan Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu milli Hátúns 10 og 12) kl. 14:30 og niður á Austurvöll. 

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér rútuna vinsamlegast tilkynnið það á netfangið anna@obi.is 

Stjórnin

Til baka