23.05.2013 - Sumarnámskeið fyrir börn í táknmálsumhverfi

Dagana 18. - 22. júní verður haldið sumarnámskeið fyrir börn í táknmálsumhverfi eins og undanfarin ár.  Námskeiðið fer fram í Ártúnsskóla og stendur frá kl. 8.30 - 14.00 alla dagana.  Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6 - 14 ára og kostar kr. 10.000.- en veittur er systkinaafsláttur og er þá verðið kr. 7.000.- fyrir barn nr. 2 o.s.frv.  Nánari upplýsingar um skráningu liggja ekki fyrir en við munum birta þær eins fljótt og hægt er. 

Til baka