07.02.2013 - Ókeypis á Karíus og Baktus

Foreldrafélagið í samstarfi við Félag heyrnarlausra hafa keypt eina sýningu á Karíus og Baktus og mun hún fara fram laugardaginn 16. febrúar kl. 16.30 í Kúlunni fyrir aftan Þjóðleikhúsið.  Sýningin verður táknmálstúlkuð.

Hægt er að nálgast miða á skrifstofu Félags heyrnarlausra í næstu viku þ.e. dagana 11. - 15. febrúar.  Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri.  Í boði eru 150 miðar, fyrstir koma, fyrstir fá.

Til baka