07.02.2013 - DAGUR ═SLENSKA T┴KNM┴LSINS

Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn mánudaginn 11. febrúar nk.  Í skólum landsins og á vegum annarra stofnana og samtaka verður dagsins minnst með kynningu á íslensku táknmáli. 

Á samskiptamiðstöð kl. 13.00 - 14.00 verður kynning á Táknmálsorðabók sem er smáforrit sem hægt er að setja í símann og fletta þannig upp orðum og táknum án þess að vera nettengdur.

Málþing um málumhverfi heyrnarlausra barna á Íslandi hefst kl. 15.00 í stofu 101 í Odda og stendur það til kl. 18.00 Ýmskir spennandi fyrirlestrar og hvetjum við áhugasama um að mæta.

Þögla kvöldi er síðan haldið kl. 18.30 á Íslenska barnum að Pósthússtræti 8.  Allir sem hafa áhuga á táknmáli eru velkomnir hvort sem þeir kunna eitthvað eða ekki.

Til baka